Titill: | Leit að bætibakteríumLeit að bætibakteríum |
Höfundur: | Jónína Þ. Jóhannsdóttir ; Eyrún Gígja Káradóttir ; María Pétursdóttir ; Coe, Jennifer ; Heiðdís Smáradóttir ; Rannveig Björnsdóttir |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/1431 |
Útgefandi: | Matís |
Útgáfa: | 09.2008 |
Ritröð: | Skýrsla Matís ; 27-08 |
Efnisorð: | Lúðueldi; Bætibakteríur; Bakteríuflóra |
ISSN: | 1670-7192 |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Útdráttur: | Heildarmarkmið verkefnisins er að bæta lifun og gæði lúðulirfa í startfóðrun með
notkun bætibaktería. Við samsetningu bætibaktería fyrir fisk hefur gjarnan verið horft til eldis hlýsjávartegunda og hafa þær bakteríutegundir sem notaðar hafa verið reynst ná illa fótfestu við þær umhverfisaðstæður sem um ræðir í eldi kaldsjávartegunda eins og t.d. lúðu. Í þessu verkefni er leitað að og borin kennsl á bakteríur sem eru ríkjandi í lúðulirfum úr eldiseiningum sem gengið hafa vel m.t.t. afkomu og gæða myndbreytingar lirfa. Gerðar voru rannsóknir á eiginleikum einangraðra bakteríustofna m.t.t. vaxtarhamlandi áhrifa á þekkta sýkingarvalda fyrir fisk svo og ríkjandi bakteríutegunda úr lúðulirfum í eldiseiningum þar sem afkoma og gæði lirfa reyndust undir meðallagi. Einangraðar voru ríkjandi bakteríur úr lirfum í öllum eldiseiningum Fiskey hf. á tveimur mismunandi tímabilum auk þess sem sýni voru tekin úr seiðum í útflutningsstærð. Niðurstöður rannsókna á vaxtarhamlandi áhrifum einangraðra stofna leiddu í ljós 18 bakteríustofna sem reyndust hindra vöxt þekktra sýkingarvalda og/eða bakteríustofna sem einangraðir höfðu verið úr eldisumhverfi lirfa. Niðurstöður raðgreininga leiddu í ljós góða samsvörun við 6 mismunandi bakteríutegundir. Í framhaldinu verður meðhöndlað með valinni blöndu bætibaktería á fyrstu stigum lúðueldis. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
Skyrsla_27-08.pdf | 203.3Kb |
Skoða/ |