| Titill: | Fituþol þorsksFituþol þorsks |
| Höfundur: | Jón Árnason ; Rannveig Björnsdóttir ; Helgi Thorarensen ; Ingólfur Arnarson |
| URI: | http://hdl.handle.net/10802/1425 |
| Útgefandi: | Matís |
| Útgáfa: | 07.2008 |
| Ritröð: | Skýrsla Matís ; 18-08 |
| Efnisorð: | Fita; Fituinnihald; Fóður; Prótein; Eldisþorskur |
| ISSN: | 1670-7192 |
| Tungumál: | Íslenska |
| Tegund: | Skýrsla |
| Útdráttur: | Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif fituinnihalds í fóðri á vöxt og þrif í þorski af mismunandi stærð.
Þekking á næringarþörfum fiska er nauðsynleg forsenda fyrir gerð fóðurs fyrir þá. Þorskar af tveimur stærðum (120 g og 600 g) voru fóðraðir (í þrítekningu) í 12 vikur á fóðri sem innihélt 10.0%, 13.5%, 21.2%, 24.5% og 27.7% fitu í þurrefni. Mismunandi fituinnihald hafði ekki áhrif á vöxt (SGR), holdstuðul (CF), flakanýtingu, fituinnihald í lifur eða fituinnihald í flökum. Í smærri fiskinum lækkaði fóðurstuðull (FCR) með aukinni fitu í fóðri. Fóðurfitan hafði ekki áhrif á fituinnihald innyfla án lifrar í smærri fiskinum(120g) en í 600 g fiski jókst fita í innyflum með auknu fituinnihaldi fóðurs. Fituinnihald hafði ekki áhrif á hlutfall slægðs þunga af heildarþunga í 600 g fiskinum en í smærri fiskinum lækkaði hlutfallið með aukinni fitu í fóðri. Lifrarhlutfall (HSI) í 600g fiski var ekki háð fituinnihaldi í fóðri, en hins vegar var jákvætt samhengi milli fóðurfitu og HSI í 120 g fiskinum. Þetta þýðir að fituþol þorsks með tilliti til lifrarhlutfalls er háð stærð fisksins. |
| Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
|---|---|---|---|
| Skyrsla_18-08.pdf | 344.8Kb |
Skoða/ |