#

Oxun í fiskvöðva. Hlutverk fosfólípíða, próteina, andoxunarefna og áhrif suðu á oxun í fiskvöðva

Skoða venjulega færslu

dc.contributor.author Rósa Jónsdóttir is
dc.contributor.author Margrét Bragadóttir is
dc.contributor.author Guðrún Ólafsdóttir is
dc.date.accessioned 2011-08-17T11:50:39Z
dc.date.available 2011-08-17T11:50:39Z
dc.date.issued 2008-04
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/1419
dc.description.abstract Markmið verkefnisins var að auka skilning á áhrifum oxunar í fiskvöðva sem rýra bragðgæði og næringargildi fisks. Metin voru áhrif viðbættra náttúrulegra þráavarnarefna eða andoxunarefna til að bæta stöðugleika fiskafurða og þannig auka möguleika á notkun fisks í tilbúna rétti. Fosfólípíða líkan úr þorski var notað til að skoða áhrif þráahvata (blóðrauða úr þorski og bleikju) og þráahindra í vökvafasa úr loðnu og úr íslenskum þörungum. Einnig voru skoðuð áhrif suðu og viðbættra þráavarnarefna á bragðeiginleika og myndun svokallaðs upphitunarbragðs í soðnu fiskhakki.
Áhrif oxunar á himnubundin fosfólípíð og prótein í fiskvöðvalíkani og í fiskhakki við hitun og geymslu voru mæld með skynmati, litmælingum, hefðbundnum þránunarmælingum (TBA), gasgreinimælingum til að bera kennsl á rokgjörn lyktarefni og hárpípu rafdrætti (capillary electrophoresis, CE) til að greina peptíð og amínósýrur sem áhrif hafa á bragð og lífvirkni. Skoðuð voru tengsl á milli þessara þátta til að skýra og skilja betur oxunarferli í fiskvöðva og þá þætti sem takmarka geymsluþol tilbúinna fiskafurða. Helstu neikvæðu áhrif oxunar á gæði fisks voru myndun lyktarefna, aðallega aldehýða, sem eru niðurbrotsefni fitusýra. Himnubundna fitan í mögrum fiski getur því haft mikil áhrif á bragðgæði tilbúinna matvæla þrátt fyrir að vera í litlu magni. Oxunarhvatar eins og blóð í holdi og suða leiddu til hraðari oxunar, sem sýnir að með réttri blóðgun og mildri hitameðferð mætti takmarka oxun og viðhalda betur bragðgæðum fisks. Auk þess má draga úr oxuninni með notkun á andoxunarefnum. Mælingar á andoxunarvirkni loðnusoðs í fiskvöðvalíkani sýndu að breytilegir ytri þættir eins og árstíðasveiflur og meðhöndlun loðnuhráefnis geta haft áhrif á andoxunarvirkni. Nýnæmi í þessu verkefni eru grunnrannsóknir á áhrifum þráahindra úr loðnu og þörungum ásamt breytingum sem verða á niðurbrotsefnum við suðu sem hafa bein áhrif á bragðgæði vörunnar. Rannsóknum á þessu sviði er haldið áfram í nýjum verkefnum þar sem lögð er áhersla á að skoða betur náttúrleg andoxunarefni úr loðnu og þörungum, sem og heilsubætandi áhrif þeirra.
is
dc.language.iso is
dc.publisher Matís is
dc.subject Oxun is
dc.subject Andoxunarefni is
dc.subject Þráahvatar is
dc.subject Bragðgallar is
dc.subject Þorskur is
dc.subject Loðna is
dc.title Oxun í fiskvöðva. Hlutverk fosfólípíða, próteina, andoxunarefna og áhrif suðu á oxun í fiskvöðva is
dc.type Skýrsla is


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_08-08.pdf 1.496Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta