#

Fróðir fiskneytendur. Hafa neytendur gagn af fræðslu um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks?

Skoða fulla færslu

Titill: Fróðir fiskneytendur. Hafa neytendur gagn af fræðslu um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks?Fróðir fiskneytendur. Hafa neytendur gagn af fræðslu um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks?
Höfundur: Kolbrún Sveinsdóttir 1974 ; Aðalheiður Ólafsdóttir ; Hannes Magnússon 1952 ; Emilía Martinsdóttir 1949
URI: http://hdl.handle.net/10802/1413
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 12.2007
Ritröð: Skýrsla Matís ; 47-07
Efnisorð: Neytendur; Gæðamat; Fiskur; Fræðsluefni
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Markmið AVS Fróðir fiskneytendur er að útbúa leiðbeiningar fyrir neytendur
með almennum upplýsingum um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks.
Tilgangurinn er að bæta þekkingu almennings á fiski, sem vonandi mun stuðla
að aukinni neyslu og auknu verðmæti sjávarfangs.
Skýrsla þessi greinir frá gerð leiðbeininganna og niðurstöðum námskeiðs sem
haldið var fyrir neytendur um hvernig meta megi ferskleika fisks og kynningu á
efni leiðbeininganna. Námskeiðið var tvískipt. Í fyrri hlutanum fengu átta
neytendur stuttan fyrirlestur um gæðaeinkenni þorsks og hvernig þau breytast
við geymslu. Þeir fengu þjálfun í að meta ferskleika hrárra og soðinna þorskflaka
af mismunandi ferskleika samkvæmt einkunnaskölum. Í seinni hluta
námskeiðsins voru (sömu) neytendurnir beðnir um að gefa hráum og soðnum
flökum einkunn samkvæmt eigin smekk og einnig meta ferskleika. Ennfremur
voru þeir beðnir um ábendingar varðandi leiðbeiningarnar, einkunnaskalana og
hvort efni námskeiðsins væri gagnlegt. Niðurstöður námskeiðsins bentu til þess
að leiðbeiningar af þessu tagi eigi fyllilega erindi við neytendur. Mat þátttakenda
námskeiðsins á hráum og soðnum fiskflökum samkvæmt einkunnaskölum sýndi
að þeir voru fljótir að tileinka sér aðferðirnar og þær lýsingar sem gefnar voru á
misfersku hráefni. Að námskeiði loknu voru viðkomandi þátttakendur öruggari í
gæðamati á fiski, töldu að þeir myndu njóta fiskmáltíða betur en áður og komi til
með að kaupa fisk oftar en áður.
Skynsamlegt væri að fylgja verkefninu eftir með stærri hópi neytenda, bæði til að
fá áreiðanlegra mat á gagnsemi slíkra leiðbeininga, sem og að fylgjast með
áhrifum upplýsinga af þessum toga til lengri tíma.
Í viðaukum skýrslunnar má sjá leiðbeingarnar og stytta einkunnaskala sem
ætlaðir eru neytendum til að meta ferskleika fisks.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_47-07.pdf 297.9Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta