#

Ólífræn snefilefni í lífverum við NV-land

Skoða fulla færslu

Titill: Ólífræn snefilefni í lífverum við NV-landÓlífræn snefilefni í lífverum við NV-land
Höfundur: Helga Gunnlaugsdóttir 1963 ; Guðjón Auðunsson 1962 ; Guðmundur Víðir Helgason 1956 ; Rósa Jónsdóttir ; Ingibjörg Jónsdóttir ; Þuríður Ragnarsdóttir 1949 ; Rabieh, Sasan
URI: http://hdl.handle.net/10802/1411
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 12.2007
Ritröð: Skýrsla Matís ; 44-07
Efnisorð: Ólífræn snefilefni; Kadmín; Kræklingur; Hörpudiskur; Sjávarset
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Tilgangur rannsóknarinnar var að leita skýringa á sérstöðu NV-miða, sérstaklega
Arnarfjarðar, m.t.t. ólífrænna snefilefna, einkum kadmíns, í lífverum. Í því skyni
var mældur styrkur snefilefna í sýnum af kræklingi (Mytilus edulis), hörpudiski
(Chlamys islandica) og sjávarseti á nokkrum stöðum við Ísland, en sérstök
áhersla lögð á sýnasöfnun á NV-miðum.
Helstu niðurstöður verkefnisins eru að styrkur kadmíns í kræklingasýnum frá
Arnarfirði er almennt töluvert hærri en í öðrum sýnum sem tekin voru af krælingi
á NV-miðum og er þessi munur tölfræðilega marktækur (T-próf, α = 0,05 (5%)).
Sömuleiðis er tilhneiging til að styrkur járns, kopars, mangan og sínks sé lægri í
kræklingi í Arnarfirði en öðrum fjörðum á NV-miðum, og er þessi munur mest
áberandi fyrir járn og sink. Niðurstöðurnar leiða í ljós að styrkur kadmíns í
krælingi úr Arnarfirði er yfir hámarksgildum ESB fyrir krækling í 9 sýnum af 10,
auk þess eru sýni af kræklingi af ræktunarböndum úr Hestfirði í Ísafjarðardjúpi og
Ósafirði (inn af Patreksfirði) yfir mörkum ESB (1,0 mg/kg votvigt fyrir
samlokur). Kræklingasýni frá Dýrafirði, Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi og
Patreksfirði við Sandodda eru einnig mjög nálægt mörkum ESB. Magn snefilefna
í seti á NV-miðum virðist vera mjög svipað og fyrri mælingar á snefilefnum í
íslensku sjávarseti á þessum slóðum gefa til kynna. Þetta bendir til þess að
skýringa á háum styrk kadmíns í kræklingi úr Arnarfriði sé líklega ekki að leita í
hærri styrk kadmíns í seti á þessu svæði.
Niðurstöður verkefnisins gefa upplýsingar um sérstöðu íslenskra hafsvæða m.t.t.
ólífrænna snefilefna. Slíkar upplýsingar og vísindaleg gögn eru forsenda þess að
Íslendingar geti haft áhrif á ákvarðanatöku við setningu hámarksgilda fyrir
matvæli t.d. hjá ESB. Niðurstöður úr verkefninu hafa nú þegar verið nýttar til að
að hafa áhrif á hækkun á hámarksgildum ESB fyrir kadmín í samlokum og hafa
verið send til EFSA vegna gagnasöfnunar um kadmín í matvælum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_44-07.pdf 400.2Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta