#

Upplýsingar um fiskneyslu og kauphegðun frá fisksölum og veitingahúsum

Skoða fulla færslu

Titill: Upplýsingar um fiskneyslu og kauphegðun frá fisksölum og veitingahúsumUpplýsingar um fiskneyslu og kauphegðun frá fisksölum og veitingahúsum
Höfundur: Gunnþórunn Einarsdóttir 1974 ; Kolbrún Sveinsdóttir ; Emilía Martinsdóttir 1949
URI: http://hdl.handle.net/10802/1408
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 10.2007
Ritröð: Skýrsla Matís ;
Efnisorð: Fiskneysla; Neytendur; Kauphegðun; Fiskbúðir; Veitingahús
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Verkefnið “Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða” hefur m.a. að markmiði að afla upplýsinga um viðhorf og fiskneyslu ungs fólks. Spurningalistar um ýmis atriði varðandi fiskneyslu og kauphegðun ungs fólks voru lagðir fyrir 14 fisksala og fimm veitingamenn á höfuðborgarsvæðinu í lok ársins 2005. Í þessari skýrslu eru teknar saman upplýsingar er byggja á upplýsingum þessara aðila og skoðunum þeirra á fiskneyslu ungs fólks.
Sumir fisksalanna lýstu áhyggjum sínum varðandi útboðslýsingar fyrir leik- og grunnskólana í Reykjavík, sem kom síðar í ljós að voru ekki nægjanlega góðar og skýrar, en afar mikilvægt er að hafa skilmerkilegar skilgreiningar á því hvað ferskt hráefni sé. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að sumir fisksalar sögðust vita af dæmum þar sem foreldrar eru hættir að elda fisk heima þar sem börn þeirra fái hann í skólanum. Spurningar sem þá hljóta að vakna eru: Hvernig fiskur er í skólum? Borða krakkarnir fiskinn í skólanum?
Misjafnt virðist vera hvað fólki finnst fiskurinn dýr. Meirihluta fólks finnst hann of dýr og eru dæmi um að það beri verð á fiski saman við aðrar matvörur. Þeir fisksalar sem eru með “sælkerafiskbúðir”, þ.e. eru nánast eingöngu með tilbúna fiskrétti, segjast þó ekki finna fyrir því að fólk kvarti undan verðinu. Fólkið sem kemur til þeirra veit að hverju það gengur og er tilbúið að borga fyrir það.
Úr svörunum frá veitingahúsunum er ljóst að sala á fiskréttum hefur aukist með árunum. Flestir fisksalar og veitingahúsaeigendur eru sammála um að öll auglýsing á fiski og sjávarréttum sé af hinu góða.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_ 39-07.pdf 233.5Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta