#

Fiskneysla 17 til 49 ára Íslendinga á mismunandi fisktegundum og -afurðum

Skoða fulla færslu

Titill: Fiskneysla 17 til 49 ára Íslendinga á mismunandi fisktegundum og -afurðumFiskneysla 17 til 49 ára Íslendinga á mismunandi fisktegundum og -afurðum
Höfundur: Kolbrún Sveinsdóttir
URI: http://hdl.handle.net/10802/1401
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 09.2007
Ritröð: Skýrsla Matís ; 37-07
Efnisorð: Neytendur; Fiskneysla; Fisktegundir; Fiskafurðir
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Þessi skýrsla er hluti af AVS verkefninu “Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða - Áhættusamsetning og áhætturöðun”. Markmið hennar er að veita ítarlega og aðgengilega samantekt á þeim upplýsingum sem tiltækar eru um fiskneyslu Íslendinga, og byggir á upplýsingum sem aflað var í viðhorfs- og neyslukönnun AVS verkefnisins “Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða” sem gerð var árið 2006. Fengið var landsúrtak fólks á aldrinum 17-49 ára frá Hagstofu Íslands og alls bárust svör frá 2198 manns.
Niðurstöður er vörðuðu heildarfiskneyslutíðni, neyslutíðni fisktegunda og -afurða, hlutfallslega neysla feitra og magurra fisktegunda voru skoðaðar m.t.t. aldurs, kyns og búsetu. Einnig voru viðhorf fólks til hollustu og áhættu fiskneyslu könnuð.
Þrátt fyrir að fólk virðist almennt vel upplýst og sannfært um hollustu og öryggi sjávarfangs er fiskneysla minni en ráðlagt er. Fólk í elsta aldurshópnum (40-49 ára) borðar fisk 1,9 sinnum í viku að jafnaði en fiskneysla er minni í yngsta aldurshópnum (17-29 ára) eða 1,3 sinnum í viku. Íslendingar borða hvað mest af mögrum fiski á borð við ýsu og þorsk, og það má áætla að 50% fisks sem við borðum sé magur, um 25% meðalfeitur en um 20% feitur fiskur eins og t.d. lax, silungur og síld. Neysla á pökkuðum, tilbúnum fiskréttum, kældum og frystum var óveruleg og minna en 10% fólks borða þessa rétti einu sinni í mánuði eða oftar. Hinsvegar borða 30% fólks hálf-tilbúna kælda fiskrétti úr ferskfiskborði einu sinni í mánuði eða oftar.
Nokkur munur var á neyslu mismunandi fisktegunda og afurða eftir aldri. Val yngra fólks er ekki eins fjölbreytt og þeirra sem eldri eru, og yngra fólk borðar oft ekki fisktegundir og -afurðir sem eldra fólk hefur vanist, eins og t.d. marineraða síld og kavíar. Stór hluti yngsta aldurshópsins borðar skyndibita tvisvar í viku eða oftar.
Töluverður munur er á neyslu fólks eftir búsetu. Fólk á höfuðborgarsvæðinu borðar sjaldnar fisk, fólk á landsbyggðinni borðar frekar hefðbundnar fisktegundir eins og ýsu, en langtum oftar frosinn fisk og saltfisk. Höfuðborgarbúar borða hinsvegar oftar hálf-tilbúna fiskrétti úr ferskfiskborði.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_37-07_net.pdf 371.4Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta