Útdráttur:
|
Stefán Bjarnason hæstaréttarlögmaður á við ramman reip að draga í heiftúðugu forræðismáli. Íslensk móðir hefur flúið með unga dóttur frá Bandaríkjunum til Íslands í trássi við niðurstöðu dómstóla. Harðsnúnir „sérfræðingar“ eru ráðnir á vegum föðurins til að ná í barnið. Þeir vingast við móðurina, beita alls kyns blekkingum og brögðum, og reyna að nema barnið á brott í skjóli nætur. En þegar sú aðgerð misheppnast kemur til kasta verjandans. Þó að Stefán sé vingull í einkalífi er hann orðsnar, lipur og öruggur í starfi. Og smátt og smátt afhjúpast sú fortíð sem leitt hefur til þeirra dramatísku atburða sem skekja líf allra sem hlut eiga að máli. |