Útdráttur:
|
Ef því er haldið fram að Ljóstollur sé óvenjulegt verk, þá má segja að það sé hálfur sannleikur. Sagan er sum sé ofur venjuleg að því leyti að hún lýsir kunnuglegum aðstæðum og umhverfi, segir frá fólki sem lesandinn á auðvelt með að þekkja. Við fylgjumst með upptöku ungs manns í samfélagi karlmennskunnar þar sem öllu skiptir að vera töff – eða sýnast það ef maður vill lífi halda. En kannski er ekki um neitt að velja? Samt er það svo að ýmsir munu hrökkva við og vafalaust snúast gegn þessari sögu, vísa henni á bug. Hvers vegna? Það er af því að hér er ef til vill gengið nær reynslu sögupersóna en við höfum áður átt að venjast í skáldsögum. En þó sumum kunni að finnast margt hér jafnvel skelfilegt skyldu menn ekki láta það villa sér sýn á hitt sem mestu skiptir: Ólafur Gunnarsson hefur skrifað sögu sem að stíl, byggingu og sálfræðilegri innýn er verulegur sigur. Ljóstollur mun verða lesinn með eftirtekt af mörgum. |