#

Áhrif kælingar á meyrni í lambakjöti

Skoða fulla færslu

Titill: Áhrif kælingar á meyrni í lambakjötiÁhrif kælingar á meyrni í lambakjöti
Höfundur: Ásbjörn Jónsson 1960 ; Óli Þór Hilmarsson 1957 ; Valur Norðri Gunnlaugsson 1973
URI: http://hdl.handle.net/10802/1378
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 01.2007
Ritröð: Skýrsla Matís ; 01-07
Efnisorð: Lambakjöt; Kæling; Kæliherping; Áferðareiginleikar
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Verknr. 1RK06003 Matra
Útdráttur: Undanfarin ár hefur kæling í kjötsal sláturhúsa aukist verulega. Því er kæling í
kjöti hraðari. Hraði kælingar hefur mikil áhrif á gæði kjöts. Kælingin verður að
fylgja dauðastirðnunarferlinu á þann hátt að kjötgæði verði sem mest og því er
mikilvægt að hafa stjórn á kæliferlinum. Of hröð kæling eða frysting lambakjöts
stuttu eftir slátrun getur orsakað kæliherpingu í kjötinu og afleiðingin er stífara
kjöt.
Meginmarkmið með verkefninu var að rannsaka áferðareiginleika (meyrni) í
lambakjöti við mismunandi kælihitastig og tíma í kjötsal sláturhúsa.
Framkvæmdar voru mælingar á hitastigi í dilkaskrokkum í kjötsal sláturhúsa við
mismunandi lofthita. Sýni voru tekin úr hryggvöðva dilkaskrokka eftir mislanga
viðveru í kjötsal, og þau fryst. Áferðarmælingar voru síðan framkvæmdar á
sýnunum til að meta áhrif kælingar á vöðvann. Niðurstöður þessarar rannsóknar
sýndu að kjöt sem var geymt í kjötsal og var fryst samdægurs (eftir 4-5 klst.) var
stífara en kjöt sem fékk lengri kælitíma í kjötsal.
Verkefnið var unnið af starfsmönnum Matís og styrkt af Framkvæmdarnefnd
búvörusamninga. In recent years chilling in abattoirs has increased significantly and, furthermore,chilling in meat has become more rapid. The chilling rate has great effects on the quality of meat. The chilling has to correlate with rigor mortis to gain the best
quality of the meat. A too rapid chilling or freezing of the meat shortly after slaughtering will cause cold shortening in the meat and the result is tough meat.
The main object of the project was to study the textural properties of lambmeat
at different chilling conditions and time in abattoirs. Samples were taken from the M. longissimus after different storage in the chilling room, and frozen.
Measurements of textural properties were performed on the samples to estimate the impact of chilling of the muscle. The results indicated that meat stored for a short time in the chilling room and then frozen the same day (after 4 -5 hours) was tougher than meat stored for longer time in the chilling room.
The project was done by employees of Matís and sponsored by the Ministry of
agriculture.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla01-07.pdf 241.4Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta