#

Sköpunarkjarkur : að leysa úr læðingi sköpunarmáttinn innra með okkur öllum

Skoða fulla færslu

Titill: Sköpunarkjarkur : að leysa úr læðingi sköpunarmáttinn innra með okkur öllumSköpunarkjarkur : að leysa úr læðingi sköpunarmáttinn innra með okkur öllum
Höfundur: Kelley, Tom 1951 ; Kelley, David 1951 ; Bergsteinn Sigurðsson 1979
URI: http://hdl.handle.net/10802/13720
Útgefandi: Vaka-Helgafell
Útgáfa: 2014
Efnisorð: Sköpunargáfa; Nýsköpun í atvinnulífi; Fyrirtæki; Rafbækur
ISBN: 9789979223054
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: https://www.forlagid.is/vara/skopunarkjarkur/
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991008906389706886
Athugasemdir: Prentuð útgáfa telur 272 bls.1. útgáfa rafbók merkt 2. útgáfaÁ frummáli: Creative confidence : unleashing the creative potential within us allMyndefni: myndir.
Útdráttur: Stórfróðleg og gagnorð bók um hvernig hægt er að leysa úr læðingi, rækta og efla sköpunarmáttinn sem býr í okkur öllum, eftir tvo brautryðjendur á sviði nýsköpunar – David Kelley, stofnanda IDEO, og Tom Kelley, höfund metsölubókarinnar The Art of Innovation. Það er almennt viðurkennt að nýsköpun og skapandi hugsun séu drifkrafturinn að baki árangri fyrirtækja og einna verðmætustu eiginleikar leiðtoga á okkar dögum. Flest höfum við þó tilhneigingu til að afsala okkur sköpunarmættinum til „hinna skapandi“ – þeirra sem hafa myndlist, hönnun eða skriftir að lifibrauði. Við gleymum að sem börn vorum við öll skapandi; bjuggum til hluti úr leir og lituðum af ákefð. Þegar við vöxum úr grasi er hinn skapandi kjarkur dreginn úr mörgum okkar og við höldum okkur frekar á troðnum slóðum. Í Sköpunarkjarki sýna Kelley-bræður fram á að skapandi hugsun er hugarfar, ákveðin aðferð við að hugsa, og lýsa því hvernig við getum tendrað sköpunarneistann innra með okkur. Við þurfum ekki öll að vera listamenn en við getum verið skapandi lögfræðingar, læknar, framkvæmdastjórar eða sölumenn. Bræðurnir miðla reynslu sinni frá IDEO og d.school við Stanford-háskóla og nota dæmisögur til að sýna hvernig við getum sótt í hinn ótæmandi brunn skapandi hugsunar og ímyndunarafls þegar við tökumst á við hindranir. Skapandi hugsun er eins og vöðvi – því meira sem við notum hana, þeim mun sterkari verður hún. Sköpunarkjarkur fyllir okkur hugrekki til að hafa áhrif á umhverfi okkar og veitir innblástur; sýnir hvernig hægt er að flétta saman nýstárlegar hugmyndir og aðgerðir þannig að það auðgi fyrirtæki okkar, starfsferil og líf.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
Sköpunarkjarkur-1a3bf75a-ac23-3c6a-7c89-9c5f8d24bb67.epub 1.452Mb EPUB Aðgangur lokaður epub

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta