Útdráttur:
|
Einar Már Guðmundsson er meðal okkar virtustu rithöfunda en í nýjasta verki hans kveður við nýjan tón. Hvíta bókin er eftirtektarvert rit frá framúrskarandi höfundi sem kryfur ástand samfélagsins og hvetur þjóðina til betri verka. Hvíta bókin er um margt einstakt verk, fjörug og fyndin bók en um leið miskunnarlaus í lýsingu sinni á íslensku samfélagi og þróun þess á undanförnum árum; hún fer vítt um í tíma og rúmi, blandar saman persónulegum minningum höfundarins og köflum úr stjórnmálasögu heimsins, rokkmúsík og efnahagsumræðu, pólitík og bókmenntum, samfélagsgagnrýni og hollum mannskilningi. Þar sannast að stundum þarf skáldskapargáfu til að sjá hlutina í sínu rétta samhengi og benda á augljósar lausnir. Hvíta bókin er bæði hugmyndabanki og óvenjulegt upplýsingarit. Einar Már hlífir engum, hvorki til hægri né vinstri, og spyr óþægilegra spurninga, ekki ólíkt barninu í sögunni sem velti fyrir sér hvers vegna keisarinn væri ekki í neinum fötum. |