Útdráttur:
|
Í fornsögum Einars Kárasonar, Óvinafagnaði og Ofsa, stíga persónur róstutíma Sturlungaaldarinnar fram í stærð sinni og smæð og segja hug sinn. Einar hefur einstakt lag á að miðla efninu þannig að auðvelt er að lifa sig inn í atburði, skilja og skynja. Ofsi er saga sem vekur í senn áhuga á skrautlegum flækjum og persónum þjóðarsögunnar og færir lesendur inn í hringiðu átakanna; sálarkeröld mannfólksins. Sögusviðið er Ísland á þrettándu öld: Gissur Þorvaldsson snýr breyttur maður heim úr Noregsför; fús til sátta við erkióvini sína, Sturlungana, eftir áralangan ófrið. Þeir efast um heilindi hans en sannfærast þegar Gissur leggur til að sonur hans kvænist stúlku af ætt Sturlunga. Fjölmenni er boðið til brúðkaupsveislu að Flugumýri þar sem innsigla á friðinn. Ekki mæta þó allir sem boðið var. Eyjólfur ofsi glímir bæði við stórlynda eiginkonu og stríða lund: Í vígahug, með svarta hunda á hælunum, ríður hann með flokk manna að Flugumýri í veislulok; nýsaminn friður er ekki allra. |