Útdráttur:
|
Sagan gerist á átjándu öld og segir frá því að í heiminn er borinn drengurinn Svartur, sonur dugandi hjóna í blómlegri sveit vestanlands. Þótt hann fæðist á öld stórubólu og móðuharðinda eru þeir hörmungaratburðir ýmist liðnir eða ókomnir, í landinu er gæfutíð. En uppi vaða óvandaðir menn, studdir af broguðu réttarfari, og þegar Svartur er enn á barnsaldri sundra þessir harðdrægu valdsmenn heimili hans og flæma bróður hans í útlegð. Upp frá því er ævi hans mörkuð þrotlausri leit að réttlæti sem hvergi finnst, að hefnd fyrir óbætanlegar misgjörðir. Norðurljós er ævintýrasaga, skrifuð í hinum fjörlega stíl sem einkennir verk Einars Kárasonar. Í skáldsögunni er brugðið upp ógnvekjandi og hrífandi myndum af einsemd, ást og hetjuskap á myrkum tímum Íslandssögunnar. Þetta er saga um óbilandi réttlætisþrá og örlög sem enginn fær undan runnið. |