Útdráttur:
|
Farandsölumaður finnst myrtur í lítilli leiguíbúð í Reykjavík, skotinn í höfuðið með skammbyssu. Sjónir lögreglunnar beinast strax að erlendu hermönnunum sem eru á hverju götuhorni sumarið 1941, en samskipti þeirra við heimafólk, ekki síst konur, eru mörgum þyrnir í augum. Í verðlaunabókinni Skuggasundi, sem kom út 2013, voru þeir Flóvent og Thorson kynntir til leiks, samstarfsmenn við lögreglustörf í Reykjavík á árum síðari heimsstyrjaldar. Hér segir frá þeirra fyrsta máli – vestur-íslenski hermaðurinn Thorson er viðvaningur í glæparannsóknum en Flóvent reyndari, eini maðurinn sem sinnir starfi rannsóknarlögreglu í borginni. Arnaldur Indriðason hefur lengi verið okkar helsti metsöluhöfundur, jafnt heima sem erlendis. Bækur hans hafa verið þýddar á um fjörutíu tungumál og selst í yfir tíu milljónum eintaka. Þær hafa unnið til fjölda virtra verðlauna og hlotið frábæra dóma víða um heim. Þýska húsið er nítjánda bók Arnaldar. |