#

Erlend staða þjóðarbúsins og þáttatekjur

Skoða fulla færslu

Titill: Erlend staða þjóðarbúsins og þáttatekjurErlend staða þjóðarbúsins og þáttatekjur
Höfundur: Daníel Svavarsson ; Pétur Örn Sigurðsson
URI: http://hdl.handle.net/10802/1311
Útgefandi: Seðlabanki Íslands
Útgáfa: 2007
Ritröð: Peningamál ; 2007, 3.
Efnisorð: Efnahagsmál; Skuldir; Gengismál
Tungumál: Íslenska
Tegund: Tímaritsgrein
Útdráttur: Staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum hefur tekið miklum breytingum á síðustu misserum. Erlendar eignir og
skuldir Íslendinga hafa margfaldast á aðeins örfáum árum, en erlendar skuldir hafa aukist talsvert meira en erlendar
eignir. Hrein erlend staða þjóðarbúsins er því orðin mjög neikvæð í hlutfalli við landsframleiðslu og hrein skuld með
því mesta sem dæmi eru um í heiminum. Á sama tíma og erlendar skuldir hafa hækkað hafa hreinar vaxta- og arðgreiðslur
til útlanda aukist mikið og vega þungt í viðskiptahallanum. Komið hafa fram efasemdir um áreiðanleika
þeirra upplýsinga sem liggja að baki mati á hreinni stöðu þjóðarbúsins og viðskiptahallanum og meðal annars verið
bent á ósamræmi á milli fl æði- og stöðustærða. Þá hefur því verið haldið fram að eignir þjóðarbúsins séu stórlega
vanmetnar og að einhverju leyti vantaldar.
Í greininni er fjallað um þróun eigna og skulda þjóðarbúsins undanfarin ár og samhengi þeirra við jöfnuð
þáttatekna. Fjallað er um aðferðir sem notaðar eru við skráningu gagna og reynt að greina mögulega annmarka sem
gætu skýrt framangreint misræmi. Í mörgum löndum er glímt við hliðstæð vandamál. Í greininni er því einnig fjallað
um niðurstöður erlendra rannsókna á þessu sviði í ljósi stöðunnar sem er uppi hér á landi.
Niðurstaða höfunda er að uppgjör greiðslujafnaðar og skráning erlendrar stöðu þjóðarbúsins sé í samræmi við
erlenda staðla og venjur. Það sé hins vegar ljóst að við vissar aðstæður gefi núverandi aðferðafræði við mat á ávöxtun
hlutabréfa og mat á hreinni fjármunaeign ekki nægilega heildstæða mynd. Væri t.d. tekið tillit til verðbreytinga
á hlutabréfum í jöfnuði þáttatekna er ljóst að viðskiptahallinn árið 2006 væri talsvert minni en miðað við núverandi
aðferðafræði, en að sama skapi væri viðskiptahallinn fyrir árið 2005 töluvert meiri. Eins telja höfundar að til hliðar
við núverandi skáningu erlendrar stöðu mætti efl a upplýsingagjöf með því að meta hreina erlenda fjármunaeign einnig á uppreiknuðu kostnaðarverði og áætluðu markaðsverðmæti.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
2007-3 Erlend s ... g Pétur Örn Sigurðsson.pdf 193.2Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta