#

„Þegar maður finnur að krökkunum líður vel og eru kátir í skólanum, þá er takmarkinu náð.“ : um hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara

Skoða fulla færslu

Titill: „Þegar maður finnur að krökkunum líður vel og eru kátir í skólanum, þá er takmarkinu náð.“ : um hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara„Þegar maður finnur að krökkunum líður vel og eru kátir í skólanum, þá er takmarkinu náð.“ : um hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara
Höfundur: Erla Sif Markúsdóttir 1989 ; Lilja María Jónsdóttir 1950
URI: http://hdl.handle.net/10802/11877
Útgáfa: 2016
Efnisorð: Grunnskólakennarar; Samstarf heimila og skóla; Bekkjarstjórnun; Ritrýndar greinar
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://netla.hi.is/greinar/2016/ryn/04_ryn_arsrit.pdf
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 991007665339706886
Birtist í: Netla 2016
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingönguRitrýnd grein
Útdráttur: Þessi rannsókn fjallar um hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara í grunnskólum á Íslandi. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn og var megintilgangurinn að kynnast viðhorfum þeirra til starfs síns. Kannaðar voru hugmyndir þeirra um hlutverk sitt, ábyrgð og skyldur og hvað þeim þótti erfitt og ánægjulegt í starfi. Tekin voru hálfopin viðtöl við sex kennara í jafnmörgum skólum og úr ólíkum sveitarfélögum, þ.e. úr borg, dreifbýli og þorpi. Þátttakendur voru fimm konur og einn karl á aldrinum 29–53 ára, með allt að 27 ára kennslureynslu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að umhyggjuþátturinn skipti þessa kennara mestu máli, ásamt því að skapa andrúmsloft í skólastofunni þar sem nemendum líður vel. Þeir telja gott foreldrasamstarf mjög mikilvægt, sem og að halda vel utan um allt nám nemenda. Þá leggja þeir áherslu á að reyna að koma til móts við mismunandi áhuga og getu nemenda sinna. Erfiðast þykir þeim að þurfa að takast á við ýmis barnaverndarmál, s.s. vegna vanrækslu og erfiðra heimilisaðstæðna nemenda. Af niðurstöðum má sjá að á síðustu árum hefur starf umsjónarkennara breyst umtalsvert og segjast þeir hafa almennt fleiri hlutverkum að gegna en áður tíðkaðist. Telja þeir ríka þörf á að endurskoða starf umsjónarkennarans, m.a. að minnka þurfi kennsluskyldu þeirra svo þeir geti betur sinnt þessu mikilvæga hlutverki.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
04_ryn_arsrit.pdf 439.6Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta