Titill: | Sjóræninginn : skálduð ævisagaSjóræninginn : skálduð ævisaga |
Höfundur: | Jón Gnarr 1967 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/11349 |
Útgefandi: | Mál og menning |
Útgáfa: | 2013 |
Efnisorð: | Íslenskar bókmenntir; Skáldsögur; Sjálfsævisögur |
ISBN: | 9789979333623 |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Bók |
Gegnir ID: | 991006807639706886 |
Athugasemdir: | Rafbók í varðveislu Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Prentuð útgáfa telur 266 bls. |
Útdráttur: | „Framtíðin lá opin fyrir framan mig eins og svartur hellir. Ég óttaðist hana en vissi samt ekki hvað það var sem ég óttaðist. Ég óttaðist óvissuna. Óttaðist þennan heim sem var eins og hann væri ekki gerður fyrir mig. Ég óttaðist einsemdina, að vera alltaf einn og útundan, að enginn myndi skilja mig eða finnast vænt um mig. Verð ég alltaf skrítinn? Verð ég alltaf eins og geimvera frá annarri plánetu?“ Rauðhærði drengurinn Jón stendur að loknum grunnskóla á vegamótum og upplifir sig algjörlega utangarðs í samfélaginu. Hann fjallar hér hispurslaust um hrakfarir sínar og áföll í íslensku skólakerfi, lýsir svæsnu einelti sem hann varð fyrir, tímabili sínu sem Hlemmari, misjafnlega lukkaðri framgöngu sinni í íslensku atvinnulífi og hörmulegum ferli sem rokksöngvari. En þó grillir í ljós; haldreipin í tilverunni verða Nina Hagen og Johnny Rotten og svo Krapotkín fursti – pönkið og anarkisminn fela í sér vonina um betra og skemmtilegra líf. Sjóræninginn er skálduð ævisaga Jóns Gnarr eins og Indjáninn og sjálfstætt framhald þeirrar bókar. Þótt frásögn Jóns sé einatt fydin er hún bæði einlæg og tregafull, enda má segja að öll vegferð höfundar um íslenska menntakerfið sé vörðuð harkalegum árekstrum, bæði hugmyndalegum og raunverulegum. „Margir spyrja sig eflaust hvort þessi bók sé ævisaga eða skáldsaga. Hún er bæði. Hún er ekki alveg sönn. Það er þó engin bein lygi í henni. Ég trúi ekki á lygi.“ – Jón Gnarr í eftirmála Indjánans |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
9789979333623.epub | 357.5Kb | EPUB | Aðgangur lokaður |
9789979333623.jpg | 78.94Kb | JPEG image | Aðgangur lokaður |