Útdráttur:
|
Á köldu vetrarkvöldi árið 1882 situr Benedikt Gröndal skáld í einkennilega húsinu sínu og ákveður að rífa sig upp úr drykkju og draumórum og mæta til kennslustarfa í Lærða skólanum daginn eftir. Þar er hins vegar kominn til valda helsti lærdómsmaður landsins, Björn M. Ólsen, sem lítur á það sem sitt lífsverkefni að hefja þjóðina upp úr fáfræði og vesældómi; og það verði ekki gert án hörku og aga. Skólapiltar voru fjöregg landsins og framtíð, og því áríðandi að ala þá upp í réttum anda. Ólíkir menn, ólíkar hugmyndir – og atvik í skólanum verður til þess að þeim lýstur saman. |