Útdráttur:
|
„Örvæntingin grefur sig niður í öndina og jafnvel þegar hún fer skilur hún eftir sig tóm. Í það tóm sáir illskan sér.“ Aleinn í myrku fjósi flytur hann sjálfum sér eigin ævisögu um væntingar og svik, heiður og vansæmd, einmanaleik og botnlausa óhamingju. En hver er hann sem á svo harmræna fortíð að baki – er hann þessa heims eða annars, forynja eða tröll – eða aðeins vesæl skepna? Og Glæsir hefur marga fjöruna sopið. Hann heyr harðar glímu við sjálfan sig og einn og yfirgefinn gerir hann upp líf sitt og nöturleg örlög. |