#

Skattkerfi atvinnulífsins : fjárfesting - atvinna - lífskjör : tillögur til umbóta

Skoða fulla færslu

Titill: Skattkerfi atvinnulífsins : fjárfesting - atvinna - lífskjör : tillögur til umbótaSkattkerfi atvinnulífsins : fjárfesting - atvinna - lífskjör : tillögur til umbóta
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/10505
Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands; Samtök atvinnulífsins
Útgáfa: 2010
Efnisorð: Skattar; Fyrirtæki; Atvinnulíf; Lífskjör; Fjárfestingar; Ísland
ISBN: 9789979991656 (ób.)
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vi.is/files/2010.09.21-Skattkerfi-atvinnulifsins_96890470.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991010036399706886
Athugasemdir: Myndefni: myndir, töflur
Útdráttur: [ÚR FORMÁLA]

Í kjölfar bankahrunsins í október 2008 var fyrirsjáanlegt að ríkisfjármálin yrðu mjög erfið viðureignar á komandi árum og að samstillt átak þyrfti til að bregðast við tekjufalli og stórauknum vaxtakostnaði ríkissjóðs. Aðeins þannig yrði markmiði um sjálfbæran ríkisrekstur náð. Nauðsynlegt var talið að hækka skatta og komu þær breytingar til á miðju ári 2009 og í byrjun þessa árs. Ljóst er að ýmsar þessara breytinga voru illa undirbúnar, íþyngja atvinnulífi og leiða til þess að skattstofnar dragast saman og skatttekjur af atvinnustarfsemi minnka. Skattabreytingar síðustu mánaða ganga því í raun gegn markmiðum um sjálfbæran ríkisrekstur.

Flestir geta verið sammála um að nauðsynlegt er að efla hér á landi hagvöxt og uppbyggingu atvinnuvega. Íslenskt atvinnulíf þarf að búa við skattkerfi sem eykur samkeppnishæfni efnahagslífsins og skapar aðlaðandi starfsskilyrði fyrir innlenda sem erlenda fjárfesta. Að sama skapi byggir sjálfbær ríkisrekstur á skatttekjum af kraftmiklu atvinnulífi. Til þessa er vísað í titli þessarar skýrslu - Skattkerfi atvinnulífsins: fjárfesting, atvinna, lífskjör - sem gefin er út af Samtökum atvinnulífsins (SA) og Viðskiptaráði Íslands (VÍ) í aðdraganda umfjöllunar Alþingis um fjárlög fyrir árið 2011.

Markmið VÍ og SA er að skattaleg umgjörð íslensks atvinnulífs hvetji til fjárfestinga, atvinnusköpunar og framfara í samfélaginu. Forsenda þess eru hóflegar álögur og einfalt skattkerfi, þar sem lögð er áhersla á tekjuöflunarhæfni þess til lengri tíma. Þannig getur atvinnulífið skilað eðlilegum skatttekjum í ríkissjóð og staðið undir hagvexti, nægri atvinnu og bættum lífskjörum.

Samráð stjórnvalda við hagsmunaaðila og sérfræðinga var verulega áfátt við skattabreytingar síðasta árs og skýrir það eflaust af hverju svo margt misfórst þá. Það er von SA og VÍ að þessi skýrsla verði gagnlegt innlegg sem nýtist við endurskoðun skattkerfisins. Málefnalegt samráð milli stjórnvalda og atvinnulífsins dregur úr hættu á því að vanhugsaðar og skaðlegar breytingar nái fram að ganga. Slíkt samráð þarf að efla og með þessari skýrslu vilja SA og VÍ leggja sitt af mörkum til að stuðla að upplýstri og málefnalegri umræðu um skattkerfið. Í skýrslunni eru dregnir fram ýmsir vankantar á íslensku skattkerfi, bent á afleiðingar þeirra og lagðar fram tillögur til úrbóta.

Skýrsla þessi er afrakstur vinnu fjölda einstaklinga með víðtæka þekkingu á skattamálum. Þeim er þakkaður áhugi og óeigingjarnt starf. Það er styrkur SA og VÍ að geta leitað til breiðs hóps og fengið mörg vel ígrunduð og fagleg sjónarmið sem liggja að baki skýrslunni. Skýrslan mun verða fulltrúum atvinnulífs leiðarljós í umfjöllun um skattamál á komandi vetri. Einnig er það trú þessara samtaka að skýrslan verði stjórnvöldum gagnleg til leiðsagnar um þróun íslensks skattkerfis, svo hér náist fram sjálfbær rekstur ríkissjóðs og að fjölbreytt, kraftmikið atvinnulíf fái þrifist.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
2010.09.21-Skattkerfi-atvinnulifsins_96890470.pdf 1.306Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta