#

Byggðir sem standa höllum fæti : Greinargerð fyrir stjórn Byggðastofnunar

Skoða fulla færslu

Titill: Byggðir sem standa höllum fæti : Greinargerð fyrir stjórn ByggðastofnunarByggðir sem standa höllum fæti : Greinargerð fyrir stjórn Byggðastofnunar
URI: http://hdl.handle.net/10802/3216
Útgefandi: Byggðastofnun
Útgáfa: 10.1997
Efnisorð: Byggðaþróun; Byggðaskipulag; Byggðastefna; Búferlaflutningar; Ísland; Búseta
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Á fundi stjórnar Byggðastofnunar þann 14. ágúst sl var stofnuninni falið að gera úttekt á horfum í búsetu í einstökum byggðum landsins. Farið var fram á að sérstaklega yrði skilgreint hvar byggð stæði höllum fæti. Í þessari greinargerð er leitast við að leysa þetta verkefni. Byggð á landinu miðast að mörgu leyti við það samfélag sem hér var fyrr á öldinni. Síðan þá hefur bæði samfélagið og atvinnuhættirnir breyst en breytingar á byggð hafa átt sér stað mun hægar. Eðlilegt er að byggð þróist, staðir stækki og minnki og sum svæði fari í eyði, en sú öra fólksfækkun sem margar byggðir búa við núna er sársaukafull og óæskileg fyrir samfélögin. Byggðastefna ætti meðal annars að snúast um það að gera eðlilegum og óhjákvæmilegum breytingum kleift að eiga sér stað á sem sársaukaminnstan hátt fyrir þær byggðir sem í hlut eiga. Ástand byggðar er hægt að skoða og meta útfrá margvíslegum og mismunandi forsendum. Helstu útgangspunktar eru landfræðilegir, efnahagslegir og félagslegir. Byggð getur staðið höllum fæti í einu þessara tillita en ekki öðru, en allt er þetta samþætt og oft erfitt að greina hvar vandinn byrjar. Augljósasta hættumerkið er fólksfækkun. Þegar umtalsverð fækkun hefur átt sér stað í lengri tíma virðist lítið geta snúið þeirri þróun við. Það hefur svo aftur keðjuverkandi áhrif á aðra þætti samfélagsins sem ýtir enn undir fækkun. Þegar fjöldinn fer niður fyrir tiltekið lágmark, brestur grunnurinn undir samfélaginu því eftir því sem fækkar dregur úr umfangi ýmissar starfsemi, þar með talinni atvinnu. Anders Dedekam skilgreinir jaðarbyggð í Noregi sem „langt frá miðjunni þar sem atvinnu og þjónustu er að finna, langt frá þar sem „hlutirnir gerast“ (landfræðilegur jaðar)“ eða sem „þann hluta Noregs sem hefur lítil áhrif á ákvarðanir um mikilvæg mál í samfélaginu. Jaðarinn er langt frá hinni pólitísku miðju (pólitískur jaðar)“. Að mati Dedekam skilgreina flestir þó jaðar sem „svæði eða samfélag með lágar meðaltekjur, lágt atvinnustig og mikið, viðvarandi atvinnuleysi, hlutfallslega mikið af gömlu fólki, fólksfækkun, skort á fjármagni og framkvæmdamönnum, veika grunngerð og lítið framboð á opinberri sem og einkaþjónustu (efnahagslegur jaðar)“ (Dedekam 1987:61, lausleg þýðing). Að mestu leyti á þessi skilgreining við á Íslandi líka. Landfræðileg lega byggðar getur haft neikvæð áhrif á möguleika hennar til að þróast. Einangrun, fjarlægð frá þéttbýli, þjónustu og mörkuðum og erfiðar samgöngur gera byggðina lítt eftirsóknarverða til búsetu og geta valdið brottflutningi. Sömu þættir gera byggðina lítt eftirsóknarverða í efnahagslegu tilliti. En byggð sem stendur höllum fæti efnahagslega þarf ekki að vera landfræðilega út úr.
Einhæft atvinnulíf og atvinnulíf sem byggir á greinum sem ekki eru í vexti hefur neikvæð áhrif á búsetuþróun og tekjur sveitarfélaga minnka. Með minnkandi tekjum verður sífellt erfiðara að halda uppi nauðsynlegri grunnþjónustu á vegum sveitarfélasins og aðgengi að skóla og heilsugæslu minnkar, sem enn hefur neikvæð áhrif á búsetuþróun. Aftur á móti er ekki hægt að greina jaðarbyggðir út frá meðaltekjum íbúanna, eins og Dedekam leggur til, vegna hárra meðaltekna sjómanna sem skekkja myndina. Atvinnuleysi virðist heldur ekki vera öruggt einkenni á byggð í vanda, eins og sést á Vestfjörðum. Í íslensku samhengi er því betra að skoða fjölbreytileika atvinnulífsins, en einhæft atvinnulíf er einkenni á jaðarbyggðum. Tilfinning íbúanna fyrir því hversu gott er að búa á tilteknum stað er einnig mikilvæg fyrir þróun byggðarinnar. Þegar félagsleg þjónusta minnkar, versnar sú tilfinning. Einnig geta náttúrulegar aðstæður haft áhrif á þessa tilfinningu, svo sem ófærð eða hætta á snjóflóðum. Þessir þættir ýta hver undir annan, en þótt tiltekin byggð sé veik í einu þessara tillita á ákveðnum tíma getur hún náð sér og blómstrað á ný. Aftur á móti þyngist róðurinn eftir því sem fleiri þættir eru neikvæðir og lengri tími líður án jákvæðrar þróunar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
byggdir_standa_hollum.pdf 656.3Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta